Færslur: 2007 Júlí

28.07.2007 16:25

Dugnaður

Já það er sko heldur betur dugnaður í mér núna, var að henda inn fullt af nýjum myndum, endilega kíkið á þær :)

27.07.2007 01:20

Hláturskast

Þið bara verðið að horfa á þetta :)

http://www.youtube.com/watch?v=rbPa51i9_TY

er hann ekki sætastur??

25.07.2007 23:33

5 mánaða gutti

Hæ hæ og halló



Já það er sko margt búið að gerast síðustu daga. Fórum í 5 mánaða skoðun í síðustu viku og það var sko bara rosa gaman. Alexander stækkar ekkert smá þessa dagana er orðinn 68 cm og 7,9 kg!!!! Sem þýðir að hann þyngdist umm 1,5 kg á 4 vikum, geri aðrir betur Brynja ljósmóðir var rosalega ánægð með hann og sagði að hannn væri bara alveg fullkominn. Mömmunni á heimilinu kveið svoldið fyrir þessari skoðun því það átti að sprauta hann en Alexander er svo sterkur strákur að það kom ekki einu sinni skeifa þegar hann var sprautaður!! 
Við erum á fullu í ungbarnasundi núna og það gengur rosalega vel. Mætum til hans Snorra tvisvar í viku og gerum fullt af æfingum, við foreldrarnir höfum líka alveg jafn gaman af þessu og sá stutti. Maður tekur strax eftir því hvað sundið hefur góð áhrif á hann, hann er að styrkjast rosalega vel á þessu og er næstum farinn að sytja sjálfur. Hann er farinn að velta sér og rúllar í hringi hérna á leikteppinu sínu, með smá ferðum út á gólfið en það fylgir víst aldrinum.
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, endilega kíkið á allar nýju myndirnar
Bestu kveðjur úr Klapparhlíðinni

10.07.2007 19:49

Ungbarnasund

Hæ hæ

Jæja þá eru við loksins byrjuð í ungbarnasundi. Við fórum í sundlaugina hérna á Skálatúni, hún er nú bara nánast úti í garði hjá okkur þetta er svo nálægt. Fyrsti tíminn gekk rosalega vel og Alexander stóð sig eins og hetja. Snorri sagði að hann væri sko alver rosa klár miðað við að þetta var fyrsti tíminn hans  Kári komst því miður ekki með okkur, þurfti að vinna en hún Anna Lilja kom í staðin. Hún var ekkert smá dugleg að taka myndir af okkur, endilega kíkið á þær og haldið áfram að vera svona dugleg að kommenta

04.07.2007 12:16

Komin heim

Halló halló

Já við erum komin heim, sem er bara nokkuð gott. Við höfðum það alveg rosa gott fyrir norðan og það var alveg yndislegt að hitta alla. Guðný stórfrænka og Ægir fá auðvita alveg sérstakt knús frá okkur fyrir gistinguna En við náðum að slappa rosa vel af, Kári fór í golf og svo kíktu við auðvita inn á Akureyri. Við tókum auðvita alveg helling af myndum, endilega kíkið á þær

  • 1

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58513
Samtals gestir: 11958
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 04:27:35